Skíðablaðið 2024 komið út og öll eldri skíðablöð líka

Skíðablaðið 2024 komið út og öll eldri skíðablöð líka

24. mars 2024 SFI
Forsíða Skíðablaðsins 2024
Forsíða Skíðablaðsins 2024

Skíðablaðið 2024 er komið út í aðdraganda skíðaviku. Blaðið kom síðast út árið 2019 en í faraldrinum datt takturinn á útgáfunni niður. Blaðið er veglegt og blandar saman frásögnum úr nútíð og fortíð. Blaðið er eins og áður bæði skemmtilegt aflestrar, góð heimild og mikilvæg fjáröflun fyrir Skíðafélag Ísfirðinga. 

Blaðið er þessa dagana borið út í hús á Ísafirði en einnig er hægt að nálgast eintak í skíðaskálum. 

Einnig hefur talsverð vinna verið lögð í að safna eldri skíðablöðum og skanna inn þau sem ekki eru til á rafrænu sniði. Elstu blöðin eru frá 1948 og 1949, en svo hefur skíðablað verið gefið út einu sinni á ári síðan á áttunda áratugnum, að nokkrum árum undanskildum. Um þessa sögu er einmitt stutt grein í Skíðablaði ársins, á blaðsíðu 45. Blöðin er hægt að sjá undir SFÍ->Útgefið hér á Snjor.is, þar með talið blað ársins

Styrktaraðilar