Skíðafélag Ísfirðinga endurnýjar styrktarsamninga

Skíðafélag Ísfirðinga endurnýjar styrktarsamninga

11. desember 2025 SFI
Við undirritun samnings með Nanný Örnu framkvæmdastjóra Borea Adventures
Við undirritun samnings með Nanný Örnu framkvæmdastjóra Borea Adventures

 

Skíðafélag Ísfirðinga er í þeirri vinnu núna þessa dagana að endurnýja styrktarsamninga við sína traustu samstarfsaðila. Þessir samningar skipta félagið gríðarlega miklu máli, þar sem þeir tryggja áframhaldandi uppbyggingu félagsins og gerir félaginu kleift að halda úti metnaðarfullri starfsemi, bæta aðstöðu og efla skíðamenningu á svæðinu.

Þrátt fyrir frábæra sjálfboðaliða sem leggja til ómetanlegt starf á hverju ári, væri félagið ekki í stakk búið til að halda úti metnaðarfullri starfsemi án stuðnings styrktaraðila og erum við afar þakklát fyrir traust og stuðning fyrirtækjanna sem standa með okkur.

Fyrst til að endurnýja styrktarsamninginn var Borea Adventures og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Styrktaraðilar