Skíðamót Íslands 2013 sett

Skíðamót Íslands 2013 sett

4. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
1 af 4

Skíðamót Íslands 2013 var formlega sett við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju fyrr í kvöld. Þar voru saman komnir keppendur, aðstandendur keppenda og mótsins og aðrir velunnarar. Við setninguna töluðu Jóhanna Oddsdóttir formaður Skíðafélags Ísafjarðar, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaforseti Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Árni Rúdólf Rúdólfsson varaformaður stjórnar Skíðasambands Íslands setti mótið. Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ólympíufari stjórnaði dagskránni en einnig var boðið upp á tónlistaratriði, en Ísfirðingurinn Sunna Karen Einarsdóttir söng og spilaði á píanó. 

 

Í dag var einni keppt í sprettgöngu sem haldin var upp á Seljalandsdal nú seinni partinn í dag. Rennsli þótti sérstaklega gott og reyndist keppnin æsispennandi og munaði oft aðeins örfáum sekúndum á milli keppenda.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar við setningu mótsins fyrr í kvöld af Benedikt Hermannssyni.

Styrktaraðilar