Skíðamót Íslands 2013 sett í dag

Skíðamót Íslands 2013 sett í dag

4. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Skíðamót Íslands 2013 verður sett í Ísafjarðarkirkju í dag klukkan 20 og eru allir velkomnir. Keppni hefst þó aðeins fyrr en keppni í sprettgöngu mun fara fram upp á Seljalandsdal í dag klukkan 17. Sprettgangan er atburður sem er alveg sérstaklega skemmtilegt að horfa á og eru íbúar og gestir á svæðinu eindregið hvattir til að mæta uppeftir og hvetja keppendur til dáða. 

 

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt þá verður lifandi tímataka hér á vefnum meðan keppni er í gangi.

Styrktaraðilar