Skíðaveislur framundan!

Skíðaveislur framundan!

19. mars 2013 Hjalti Karlsson

Nú styttist óðfluga í skemmtilegasta tíma ársins fyrir skíðamenn. Aprílmánuður bíður með fyrirheit um bjarta daga og góðar aðstæður til skíðaiðkunar. Hvern stórviðburð rekur annan á næstunni. Unglingameistaramót Íslands verður haldið á Austfjörðum næstkomandi helgi og fer stór hópur krakka frá Skíðafélaginu þangað. Skíðavikan er á næsta leiti með öllu sínu húllúmhæi og Skíðamót Íslands verður svo haldið hér á Ísafirði helgina eftir páska. Síðast en ekki síst styttist í Fossavatnsgönguna sem ávallt er haldin fyrstu helgina í maí. Undirbúningur allra þessara viðburða er að sjálfsögðu löngu hafin og mikil eftirvænting liggur í loftinu.

Styrktaraðilar