Skíðavikan: Breyting á dagskrá á Seljalandsdal

Skíðavikan: Breyting á dagskrá á Seljalandsdal

2. apríl 2015 Heimir Hansson

Búið er að gera svolitlar breytingar þeim hluta Skíðavikudagskrár sem fram fer á göngusvæðinu á Seljalandsdal. Breytingarnar eru þessar:

 

  • Ekki verður nein skipulögð dagskrá á Seljalandsdal á föstudaginn langa.
  • Á laugardag verður aftur á móti mikið um að vera. Þá verður furðufatadagur og kl. 13:00 hefst páskaeggjamót fyrir börn fædd 2003 og síðar. Kveikt verður upp í grillinu um svipað leyti. Að páskaeggjamótinu loknu verður svo haldið garpamót í göngu.

Styrktaraðilar