Snjóbrettaæfingar að hefjast

Snjóbrettaæfingar að hefjast

24. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Skíðafélag Ísfirðinga hefur ákveðið að fara atur af stað með æfingar á snjóbrettum og fyrsta æfinginn áætluð í dag kl. 17:00. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir alla aldurshópa og er ætluninn fyrst um sinn að að sjá hver áhuginn er og hvernig skipta þarf hópum upp eftir getu einstaklinga. Skíðafélagið hefur fengið til liðs við sig vant brettafólk sem mun sjá um æfingarnar en í framhaldinu er svo stefnt að endurvakningu brettanefndar félagsins sem hefur legið í dvala í nokkur ár.

Styrktaraðilar