Snjódagurinn

Snjódagurinn

19. janúar 2013

Á morgun, sunnudag, er hin svokallaði alþjóðlegi snjódagur og þá er tilvalið að fara og notfæra sér skíðasvæðin sem er í túnfætinum hér hjá okkur. Það verður hægt að fá lánuð/leigð skíði og prófa og á báðum svæðum verður fólk til taks sem getur leiðbeint um hvernig á að athafna á skíðum. Kakó og kaffi, ásamt kexi og kleinum verða í boði skíðasvæðisins. Hvetjum alla til að kíkja við og hafa með sér sleða eða eitthvað til að renna sér á og hafa gaman í snjónum. Það er góð spá fyrir morgundaginn og vonumst við til að sjá sem flesta.

Stjórn Skíðafélagsins

Styrktaraðilar