Snorri Einarsson nýr yfirþjálfari skíðagöngu

Snorri Einarsson nýr yfirþjálfari skíðagöngu

3. maí 2023 SFI

Okkur er ánægja að segja frá því að Skíðafélag Ísfirðinga hefur ráðið Snorra Einarsson sem yfirþjálfara skíðagöngu.
Snorri sem er fremsti skíðagöngumaður á Íslandi og hefur átt farsælann feril og keppt bæði undir flaggi Noregs og Íslands en á seinasta keppnistímabili náði hann besta árangri íslendings í sögunni á heimsbikarmóti í skíðagöngu. Snorri hefur átt heima og æft á Ísafirði síðustu ár og þekkir því iðkendurna og starf SFÍ vel. 

Hér má sjá Snorra ásamt flottum hóp 12 ára og eldri skíðagöngukrakka SFÍ.

Spennandi tímar framundan og við bjóðum Snorra velkominn í hópinn! 

Styrktaraðilar