Steven þjálfar skíðagönguliðið í vetur

Steven þjálfar skíðagönguliðið í vetur

30. ágúst 2015 Heimir Hansson

Gengið hefur verið frá áframhaldandi ráðningu Steven Patric Gromatka sem þjálfara skíðagönguliðs SFÍ. Steven, sem er Bandaríkjamaður, kom til félagsins haustið 2014 og ríkir mikil ánægja með störf hans. „Það vara mikill happafengur að fá Steven til okkar. Hann er ástríðufullur þjálfari, mjög jákvæður og uppbyggilegur, nær vel til krakkanna og er góð fyrirmynd. Við lögðum því mikla áherslu á að halda honum hjá félaginu“ sagði Einar Ágúst Yngvason, formaður göngunefndar SFÍ eftir að ráðningin hafði verið staðfest.

 

Skíðagöngukrakkar 12 ára og eldri hafa æft af kappi í allt sumar undir handleiðslu Steven. Um áramótin heldur hópurinn svo væntanlega til útlanda í æfingabúðir áður en sjálf vetrarvertíðin hefst af fullum krafti.

Styrktaraðilar