Thelma Rut gerir það gott í Noregi

Thelma Rut gerir það gott í Noregi

12. febrúar 2013 Hjalti Karlsson

Thelma Rut Jóhannsdóttir hefur að undanförnu dvalið í Noregi við æfingar og keppni með landsliði SKÍ.  Hópurinn fór utan 29. janúar síðastliðinn og var til að byrja með við æfingar í Kongsberg og Drammen við góðar aðstæður. Thelma hefur tekið þátt í fimm mótum og bætti punktastöðu sína í stórsvigi stórkostlega mikið. Svokallaðir FIS punktar eru mælikvarði á stöðu skíðamanns á heimslista alþjóða skíðasambandsins (FIS). Thelma náði nú í sínu besta móti, 57.34 punktum en hún er með 86.56 FIS punkta á núgildandi heimslista. 

Styrktaraðilar