Thelma Rut sigraði tvöfalt á heimavelli

Thelma Rut sigraði tvöfalt á heimavelli

19. febrúar 2012

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar, Thelma Rut Jóhannsdóttir, sigraði tvöfalt á þorramótinu sem fram fór á Ísafirði um helgina. Mótið var í senn bikarmót og FIS mót og var keppt í svigi bæði laugardag og sunnudag. Thelma sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna báða dagana. Þá varð hún í 3. sæti í heildarkeppninni báða dagana.

Styrktaraðilar