Thelma og Rannveig á Dalvík

Thelma og Rannveig á Dalvík

19. mars 2013 Hjalti Karlsson

Um síðustu helgi var Bikarmót SKI haldið á Dalvík en mótið var einnig s.k. FIS mót. Aðstæður léku við keppendur og mótshaldaara sem stóðu fyrir einu svigmóti og tveimur stórsvigum. Árangur stelpnanna Thelmu og Rannveigar var ljómandi góður. Thelma varð í öðru sæti í fullorðinsflokki í fyrra stórsviginu og Rannveig í fjórða en sá árangur skilaði Thelmu fyrsta og Rannveigu öðru sæti í flokk i 17-19 ára. Thelma gerði sér lítið fyrir í seinna stórsviginu og sigraði það en þar var Rannveig einnig í fjórða sæti í fullorðinsflokki sem þýddi fyrsta og þriðja sæti í flokki 17-19 ára. Í sviginu féll Rannveig hinsvegar úr leik en Thelma var í fjórða sæti í fullorðinsflokki en í öðru sæti í 17-19 ára flokki.

Styrktaraðilar