Þrír úr SFÍ í U-21 úrvalsliði skíðagöngufólks

Þrír úr SFÍ í U-21 úrvalsliði skíðagöngufólks

30. ágúst 2015 Heimir Hansson

Skíðasamband Íslands tilkynnti á dögunum val á landsliði Íslands í skíðagöngu. Líkt og undanfarin ár er A landsliðið skipað tveimur mönnum, þeim Brynjari Leó Kristinssyni frá Akureyri og Sævari Birgissyni úr Skíðafélagi Ólafsfjarðar. Eins og margir muna á Sævar ágæta tengingu hingað vestur, en hann þjálfaði skíðagöngulið SFÍ fyrir fáum árum.

 

Einnig tilkynnti Skíðasambandið val á U-21 hópi, sem er úrvalslið yngra skíðagöngufólks. Í þeim hópi eru fjórir einstaklingar, þar af þrír úr SFÍ. Ísfirðingarnir í hópnum eru þeir Albert Jónsson, Dagur Benediktsson og Sigurður Arnar Hannesson. Að auki er Jónína Kristjánsdóttir frá Ólafsfirði í þessum úrvalshópi.

 

U-21 hópsins bíður skemmtilegur vetur með spennandi verkefnum. Þar ber hæst að hópurinn mun keppa á einu til tveimur FIS mótum í Noregi eða Svíþjóð, auk þess sem þau eiga möguleika á að vinna sér inn keppnisrétt á „Youth Olympic Games“ í Lillehammer.

Styrktaraðilar