Tveir Ísfirðingar valdir í FIS kamp í Oberstdorf

Tveir Ísfirðingar valdir í FIS kamp í Oberstdorf

9. desember 2025 SFI
1 af 3

Skíðasamband Íslands hefur sent frá Ísland þrjá fulltrúa á FIS Skíðagöngu kamp í Oberstdorf í Þýskalandi dagana 7.–14. desember  en allir fulltrúarnir koma úr Skíðafélagi Ísfirðinga, sem heiður fyrir okkar fólk hér á Ísafirði.

Valin voru ungir efnilegir skíðagönguiðkendur félagsins þau Eyþór Freyr Árnason og María Sif Hlynsdóttir.  Með þeim fer þjálfarinn Gunnar Bjarni Guðmundsson, einnig úr Skíðafélagi Ísfirðinga, sem leiðir hópinn í kampinum.

FIS kampar eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu framtíðarskíðafólks og veita þátttakendum tækifæri til að æfa við toppaðstæður, fá faglega leiðsögn og æfa með jafnöldrum frá fjölda landa. Kampurinn fer fram á einum þekktasta æfingastað Evrópu, Oberstdorf, þar sem verður lögð áhersla á tæknivinnu, hraða- og þolþjálfun, fræðslu og alhliða þróun ungra skíðamanna. Þátttakendur æfa undir leiðsögn sérfræðinga FIS þar sem bæði iðkendur og þjálfari frá SFÍ fá góða þjálfun og koma heim reynslunni ríkari.

Styrktaraðilar