Unglingalandsmótið hafið

Unglingalandsmótið hafið

23. mars 2012

Kl. 12:00  Loksins, loksins, lyftan er komin í lag. Keppni hefst kl. 12:45 í svigi stúlkna 13-14 ára og drengir 13-14 ára verða ræstir strax á eftir stúlkunum.

Keppni í stórsvigi stúlkna 15-16 ára  hefst kl. 14:00 og piltar 15-16 ára verður startað strax á eftir stúlkunum.

 

 

kl. 11:00 Enn er seinkun og næstu fréttir kl. 11:30

 

Kl. 10:30 Enn situr allt við það sama og næstu frétta er að vænta kl. 11:00

 

Kl. 10:00 Lyfta er enn biluð og næstu fréttir koma eftir kl. 10:30

 

Unglingameistaramót Íslands (UMÍ) var sett í gærkvöldi í Ísafjarðarkirkju að viðstöddu fjölmenni.

Keppni átti að hefjast í morgun kl. 9:30 en vegna bilunar í lyftu hefur orðið að fresta starti. Nýrra frétta er að vænta kl. 10:00

Þegar mótið hefst verður byrjað á svigi stúlkna 13-14 ára og í kjölfar þeirra koma svig drengir 13-14 ára. Síðan verður stórsvig stúlkna 15-16 ára og síðan stórsvig dgregja 15-16 ára.

Eftir lok fyrri ferðar í hverjum flokki byrtist frétt með tímum keppenda. Í lok keppni verða úrslitin sett ínn á tengilinn UMÍ 2012, sem er hér til vinstri á síðunni.

Hægt er að fylgjast með lifandi tímatöku með því að smella á skeiðklukkuna neðst í hægra horninu.

Ráslistar:

Stúlkur 13-14 ára svig

Drengir 13-14 ára svig

Stúlkur 15-16 ára stórsvig

Drengir 15-16 ára stórsvig

 

Styrktaraðilar