Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar

Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar

13. mars 2015 Heimir Hansson

Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar í skíðagöngu fer fram á sunnudaginn kemur, 15. mars. Keppt verður í öllum aldursflokkum og eru vegalendir þessar:

 

9 ára og yngri:     1250 m ski-cross braut

10-11 ára:            2x1250 m ski-cross braut (mega skipta um skíði á milli hringja ef þau vilja)

12-13 ára:            2x2,5 km (1 hefðb. + 1 frjálst)

14-17 ára:            2x3,3 km (1 hefðb. + 1 frjálst)

18+:                    4x2,5 km (2 hefðb. + 2 frjálst)

 

ATH að í flokkum 12 ára og eldri er ski-cross braut fléttað inn í seinni hringinn, sem genginn er með frjálsri aðferð.

 

Keppnin hefst klukkan 12:00 og eru þátttakendur beðnir að mæta tímanlega til að skrá sig. Hótel Ísafjörður býður svo þátttakendum, starfsfólki og aðstandendum í kökuhlaðborð og verðlaunaafhendingu kl. 15:30 á sal hótelsins. 

Styrktaraðilar