Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar í skíðagöngu

Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar í skíðagöngu

28. febrúar 2013

Vestfjarðarmót Hótels Ísafjarðar í skíðagöngu fer fram nú á laugardaginn 2.mars og hefst kl. 12:00. Krakkar 8 ára og yngri ganga sína hefðbundnu lykkju, en hjá öðrum aldursflokkum verður skiptiganga, þ.e.a.s. gengnir verða tveir hringir, sá fyrri með hefðdbundinni aðferð og sá síðari með frjálsi aðferð.

 

Verðlaunaafhending og kaffihlaðborð fyrir þátttakendur, foreldra og starfsfólk hefst kl. 16:00 á Hótel Ísafirði.

 

Vegalengdir verða sem hér segir.

 

  8 ára og yngri,   0,8 km

  9-10 ára            0,8+0,8 km

11-12 ára            1,5+1,5 km

13-14 ára            2,5+2,5 km

15-16 ára            3,75+3,75 km

17-19 ára            3,75+3,75 km

20-34 ára            3,75+3,75 km

35-49 ára            3,75+3,75 km

50+                    3,75+3,75 km

 

Athugið að keppni í flokkum 12 ára og yngri verður kláruð áður en unglingar og fullorðnir leggja af stað. Gera má ráð fyrir að flokkum 13 ára og eldri verði skipt í 3-4 ráshópa en það ræðst af fjölda þátttakenda. Vinsamlegast skráið ykkur til leikst fyrir kl. 11:30  á laugardaginn.

Styrktaraðilar