Vestfjarðamót í lengri vegalengdum

Vestfjarðamót í lengri vegalengdum

27. febrúar 2014 Heimir Hansson

Skíðagöngufólk ætlar að halda Vestfjarðamót í lengri vegalengdum á laugardaginn kemur, ef veður leyfir. Gengið verður með hefðbundinni aðferð, keppni hefst kl. 12 og er skráning á staðnum. Eingöngu verður keppt í aldursflokkum 14 ára og eldri og verða vegalengdir sem hér segir:

 

14-15 ára drengir og stúlkur: 10 km

16-17 ára drengir og stúlkur: 20 km

18-34 ára konur: 20 km

18-34 ára karlar: 30 km

35-49 ára konur: 20 km

35-49 ára karlar: 30 km

50+ konur: 20 km

50+ karlar: 30 km

Styrktaraðilar