Fréttir

Bikarmót í alpagreinum 16. og 17.mars 2024

29. febrúar 2024 SFI

Skíðafélag Ísfirðinga boðar til bikarmóts í alpagreinum dagana 16. og 17. mars 2024 í Tungudal á Ísafirði. Keppt verður í svigi og stórsvigi í flokkum 12-13 og 14-15 ára stúlkna og drengja.

Skráning fer fram í gegnum mótakerfi SKÍ og skal lokið fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 12. mars.

Fararstjórafundur verður föstudaginn 15. mars í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 20:00.

Dagskrá mótsins verður send út þegar nær dregur.

Upplýsingar um gistingu og aðra þjónustu má finna á www.vestur.is eða hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála í síma 450 8060.

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá ef aðstæður breytast.

Í tilefni af 90 ára afmælisári Skíðafélags Ísafjarðar verður boðið í afmælishóf á laugardagskvöldinu. Upplýsingar um mótahald gefur Gauti Geirsson í síma 8441718 eða á gautigeirs@gmail.com

Nánar

Innheimta félagsgjalda SFÍ endurvakin

22. febrúar 2024 SFI

Stjórn SFÍ hefur ákveðið að endurvekja innheimtu á félagsgjöldum SFÍ en gjöldin hafa verið félaginu mikilvæg tekjulind í gegnum tíðina og farið beint inn í rekstur félagsins. 

Árið 2024 verður Skíðafélag Ísfirðinga 90 ára og mikill áhugi og metnaður hjá stjórn að blása til sóknar. Framundan er skemmtilegur vetur þar sem við munum halda Bikarmót í alpagreinum í Tungudal auk þess sem Landsmót í skíðagöngu verður haldið á Seljalandsdal.  Þar að auki verður loks boðið aftur upp á reglulagar æfingar á snjóbretti og verða því þrjár deildir starfandi hjá SFÍ í vetur. 

Segja má að félagatal SFÍ sé orðið nokkuð úrelt þar sem skráning félagsmanna og innheimta gjalda hefur staðið í stað í nokkuð mörg ár. Nú á dögunum munu félagsgjöld vera send inn í heimabanka þeirra félagsmanna sem hafa verið skráðir í gegnum tíðina í SFÍ. Það skal þó tekið skal fram að um valgreiðslu er að ræða og geta þeir sem ekki vilja vera félagsmenn sent póst á snjor@snjor.is og óskað eftir því að vera tekinn af félagsmanna skrá.  

Við hvetjum jafnframt þá sem óska eftir að gerast félagsmenn og vilja leggja félaginu liðsenda okkur póst á snjor@snjor.is 

Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög inn á bankareikning v/ félagsgjalda; 
Kt: 590269-2479 
0556-14-603085

Nánar

Ástmar og Grétar keppa á HM Unglinga

5. febrúar 2024 SFI
Grétar og Ástmar ásamt gömlum þjálfara þeirra hjá SFÍ, Tormod Skjerve Vatten
Grétar og Ástmar ásamt gömlum þjálfara þeirra hjá SFÍ, Tormod Skjerve Vatten

Ísfirðingarnir Ástmar Helgi Kristinsson og Grétar Smári Samúelsson keppa nú fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti unglinga í Planica í Slóveníu dagana 5. til 11. febrúar.  Strákarnir hófu keppni í dag þar sem keppt var í sprettgöngu með frjálsri aðferð 1,2km. Um 120 keppendur tóku þátt en 30 bestu kepptu til úrslita. Ástmar sem átti rásnúmer 65 hlekktist á í brautinni og datt og endaði í 103 sæti. Grétar með rásnúmer 78 átti virkilega góða göngu og endaði í 76. sæti. En þess má geta að Ástmar er fæddur 2005 og Grétar 2006 en keppt er í einum aldursflokki í sprettgöngu og elstu keppendur eru fæddir 2004. 
Öll úrslit frá mótinu má finna hér.

Strákarnir eiga hvíldardag á morgun þriðjudag og hlaða batteríin fyrir næstu daga. Á miðvikudag er keppt í 20km göngu með frjálsri aðferð og á föstudag er 15km hefðbundin ganga.

Það verður spennandi að fylgjast með okkar mönnum og hinum íslensku keppendunum, þeim Fróða Hymer, Ulli og Ævari Frey Valbjarnarsyni, SKA, á komandi dögum. Okkar menn hafa lagt hart að sér í undirbúningi fyrir veturinn og nú er kominn tími til að uppskera. 
Við óskum strákunum góðs gengis á mótinu! 

Einnig er sýnt beint frá keppni á HM unglinga á Youtube rás FIS, sjá hér

Nánar

Höldur ehf - Bílaleiga Akureyrar og Skíðafélag Ísfirðinga gera samstarfssamning

30. janúar 2024 SFI

Höldur ehf - Bílaleiga Akureyrar og Skíðafélag Ísfirðinga SFÍ hafa undirritað samstarfssamning til næstu tveggja ára. Samningurinn mun m.a skila sér í lægri ferðakostnaði iðkenda í keppnisferðir en ferðakostnaður er einn stæðsti kostnaðarliðurinn þegar kemur að þvi að æfa skíði. Við erum mjög þakklát Bílaleigu Akureyrar fyrir stuðninginn og að fyrirtækið sjái hag sinn í að styðja við starfsemi SFÍ en fyrirtækið hefur lagt metnað sinn í að styðja við íþróttahreyfinguna í gegnum tíðina.

Við að sjálfsögðu hvetjum okkar félagsmenn að skipta við Bílaleigu Akureyrar þegar kemur að því að leigja bílaleigubíl!

Nánar

Aðalfundur hjá styrktarsjóðnum Framför.

27. september 2023 SFI

 

Styrktarsjóðurinn Framför heldur aðalfund félagsins þriðjudaginn 3.október kl. 20:00 á Zoom.  Fyrir liggja nokkrar breytingar á skipulagsskrá félagsins og kosning nýrrar stjórnar. Hér neðar í þessari frétt er að finna skipulagsskrá sjóðsins, ársreikninga undanfarinna ára og þær tillögur sem lagðar hafa verið fram til breytinga á skipulagsskrá sjóðsins.

Allir eru velkomnir á fundinn og hvetur stjórn SFÍ velunnara félagsins að taka þátt í fundinum.

Fundurinn er haldinn þann 3.október kl.20:00 á zoom (hlekkur hér fyrir neðan).

Við viljum bjóða þeim sem vilja mæta á fundinn og eru á Ísafirði að hittast í fundarsal Háafells á þriðju hæð í Neista og sitja fundinn þar. 

 
 

Hér má finna skipulagsskrá, ársreikninga og þær breytingatillögur sem lagðar verða fyrir fundinn. 

Skipulagsskrá: Hér

Ársreikningar: Hér

Breytingatillögur: Hér

 

Um sjóðinn:

Styrktarsjóðurinn Framför var stofnaður árið 2008 af velunnurum SFÍ og er markmið sjóðsins að styrkja afreksfólk á skíðum með fjárframlögum, svo það hafi möguleika á að ná sem lengst í sinni íþrótt. Samkvæmt samþykktum sjóðsins getur allt skíðafólk sem keppt hefur fyrir hönd Skíðafélags Ísafirðinga í a.m.k. eitt ár getur sótt um styrk úr sjóðnum.

 

Meeting ID: 827 3223 1497
Passcode: 360655
Nánar

Styrktaraðilar