1. febrúar 2016
							Heimir Hansson
						
						
						
						SFÍ gangan fer fram á Seljalandsdal á miðvikudaginn kl. 18. Gengið verður með hefðbundinni aðferð og verða vegalengdir sem hér segir:
- 7 ára og yngri:                  u.þ.b. 600 m
 
- 8 ára:                              u.þ.b. 800 m
 
- 9 ára:                             1,5 km
 
- 10-11 ára:                        2,5 km
 
- 12-13 ára:                        5 km
 
- Allir 14 ára og eldri:         10 km
 
 
Ath að stefnt er að því að nota 5 km hringinn úr Fossavatnsgöngunni ef aðstæður leyfa. Í honum er engin „Mazzabeygja“ og talsvert minna klifur en í venjulega keppnishringnum.
Skráning verður á staðnum og ekkert þátttökugjald. Fólk er beðið að mæta tímanlega til skráningar.
 
Eins og fyrr segir hefst gangan kl. 18 og verða aldursflokkar 11 ára og yngri kláraðir fyrst. Í þessum flokkum veður ræst með einstaklingsstarti og ekki er tímataka í flokkum 9 ára og yngri.
 
Í flokkum 12 ára og eldri verður hópstart, líklega í þremur ráshópum með 5 mínútna millibili. 
 
Fólk er hvatt til að taka með sér bakkelsi og leggja í hlaðborð, sem við gæðum okkur á að göngu lokinni.
						Nánar