Fréttir

Fyrsti keppnisdagur Skíðamót Íslands

23. mars 2024 SFI

Nú er fyrsta degi á Skíðamóti Íslands lokið. Þrátt fyrir brösulegt start með frestunum og breytingum vegna veðurs þá gekk allt upp í dag og við vonum að keppendur og starfsfólki hafi verið ánægt með daginn.

Íslandsmeistari kvk í 10km frjálsri aðferð er Kristrún Guðnadóttir önnur í mark var María Kristín Ólafsdóttir og þriðja var Sigríður Dóra Guðmundsdóttir. Þær koma allar úr Ulli.

Í karlaflokki sigraði Dagur Benediktsson, annar var Snorri Einarsson og þriðji var Ævar Freyr Valbjörnsson. Dagur og Snorri keppa báðir fyrir Skíðafélag Ísfirðinga en Ævar Freyr fyrir Skíðafélag Akureyrar.

10 lið tóku þátt í liðakeppninn. Fyrsta lið í mark var lið Strandamanna, SFS, annað lið í mark var lið Skíðafélags Ísafjarðar, SFÍ og þriðja lið í mark var lið Ullunga

Hér má sjá úrslit dagsins í10km skauti kvenna og karla og svo í liðakeppninni hjá 13-16 ára.

Á morgun verður keppt í hefðbundinni aðferð.

13-14 ára fara 3,3km 15-16 ára fara 5km og 17 ára og eldri fara 15km

það er hópstart sem þýðir að öllum keppendum, í hverjum flokki fyrir sig, er startað saman. Það verður því æsispennandi að fylgjast með og má búast við harðri keppni.

Við þökkum fyrir daginn og hlökkum til að sjá ykkur á Dalnum á morgun.

Nánar

Skíðaveisla á Ísafirði - 90 ára afmælismót SFÍ

18. mars 2024 SFI

Skíðafélagið fagnar eins og áður hefur komið fram 90 ára afmæli. Nú er komið að fyrstu hátíðarhöldunum í tilefni þess en félagið heldur 90 ára Afmælismót á Ísafirði næstkomandi helgi, dagana 21.-24. mars.

Haldið verður Skíðamót Íslands í skíðagöngu á Seljalandsdal og Bikarmót í alpagreinum í Tungudal. Sannkölluð skíðaveisla framundan en gert er ráð fyrir í kringum 160 keppendur samanlagt og má með sanni segja að páskarnir komi snemma á Ísafirði í ár.

Undirbúningur mótanna hefur staðið yfir í allann vetur. Mótahaldi fylgir mikil vinna duglegra félagsmanna. Foreldrar núverandi, fyrrverandi og verðandi iðkenda sem og aðrir velunnarar félagsins hafa svo sannarlega lagt sitt á vogarskálarnar. Það má segja að nú fari fram ákveðin kynslóðarskipti innan félagsins þar sem "gamlir" SFÍ foreldrar kenna þeim nýju að halda mót og að gera það vel.

Við verðum dugleg að sýna frá keppnum helgarinnar á samfélagsmiðlum okkar en við viljum hvetja sem flesta til að koma og styðja skíðafólkið okkar, sjáumst á dalnum um helgina!

Uppfærð dagskrá Skíðamóts Íslands má finna hér

Dagskrá Bikarmóts má finna hér

Nánar

Bikarmót í alpagreinum 16. og 17.mars 2024

29. febrúar 2024 SFI

Skíðafélag Ísfirðinga boðar til bikarmóts í alpagreinum dagana 16. og 17. mars 2024 í Tungudal á Ísafirði. Keppt verður í svigi og stórsvigi í flokkum 12-13 og 14-15 ára stúlkna og drengja.

Skráning fer fram í gegnum mótakerfi SKÍ og skal lokið fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 12. mars.

Fararstjórafundur verður föstudaginn 15. mars í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 20:00.

Dagskrá mótsins verður send út þegar nær dregur.

Upplýsingar um gistingu og aðra þjónustu má finna á www.vestur.is eða hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála í síma 450 8060.

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá ef aðstæður breytast.

Í tilefni af 90 ára afmælisári Skíðafélags Ísafjarðar verður boðið í afmælishóf á laugardagskvöldinu. Upplýsingar um mótahald gefur Gauti Geirsson í síma 8441718 eða á gautigeirs@gmail.com

Nánar

Innheimta félagsgjalda SFÍ endurvakin

22. febrúar 2024 SFI

Stjórn SFÍ hefur ákveðið að endurvekja innheimtu á félagsgjöldum SFÍ en gjöldin hafa verið félaginu mikilvæg tekjulind í gegnum tíðina og farið beint inn í rekstur félagsins. 

Árið 2024 verður Skíðafélag Ísfirðinga 90 ára og mikill áhugi og metnaður hjá stjórn að blása til sóknar. Framundan er skemmtilegur vetur þar sem við munum halda Bikarmót í alpagreinum í Tungudal auk þess sem Landsmót í skíðagöngu verður haldið á Seljalandsdal.  Þar að auki verður loks boðið aftur upp á reglulagar æfingar á snjóbretti og verða því þrjár deildir starfandi hjá SFÍ í vetur. 

Segja má að félagatal SFÍ sé orðið nokkuð úrelt þar sem skráning félagsmanna og innheimta gjalda hefur staðið í stað í nokkuð mörg ár. Nú á dögunum munu félagsgjöld vera send inn í heimabanka þeirra félagsmanna sem hafa verið skráðir í gegnum tíðina í SFÍ. Það skal þó tekið skal fram að um valgreiðslu er að ræða og geta þeir sem ekki vilja vera félagsmenn sent póst á snjor@snjor.is og óskað eftir því að vera tekinn af félagsmanna skrá.  

Við hvetjum jafnframt þá sem óska eftir að gerast félagsmenn og vilja leggja félaginu liðsenda okkur póst á snjor@snjor.is 

Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög inn á bankareikning v/ félagsgjalda; 
Kt: 590269-2479 
0556-14-603085

Nánar

Styrktaraðilar