Fréttir

Thelma Rut sigraði tvöfalt á heimavelli

19. febrúar 2012

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar, Thelma Rut Jóhannsdóttir, sigraði tvöfalt á þorramótinu sem fram fór á Ísafirði um helgina. Mótið var í senn bikarmót og FIS mót og var keppt í svigi bæði laugardag og sunnudag. Thelma sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna báða dagana. Þá varð hún í 3. sæti í heildarkeppninni báða dagana.

Nánar

Bikarmót í göngu á Seljalandsdal í dag

17. febrúar 2012

Bikarmót í göngu fór fram á Seljalandsdal í dag. Í dag var keppt í sprettgöngu. Allir gegnu 1,2 km. Það vakti athygli að 2 keppendur í yngsta flokki náðu besta tímanum en það voru þeir Guðmundur Bjarnason og Albert Jónsson. Úrslit eru hér á síðunni undir flipanum "Ganga 2012"

Nánar

Elena Dís Viðarsdóttir og Hákon Jónsson keppa í Svíþjóð

13. febrúar 2012

Skíðagöngunefnd Skíðasambands Íslands hefur valið sjö einstaklinga til þátttöku í verkefni á vegum sambandsins helgina 18.-19. febrúar n.k. Um er að ræða Team Sportia Cup (Fis Junior Tävling) sem haldin verður í Ulrichamn í Svíþjóð. Skíðafélag Ísfirðinga á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þau Elena Dís Víðisdóttir og Hákon Jónsson. SFÍ óskar þeim góðrar ferðar og góðs gengis.

Nánar

Helga Þórdís í 3. sæti í svigi

12. febrúar 2012

Laugardaginn 11. febrúar fór fram bikarmót 13-14 ára í Bláfjöllum. Bestum árangri Ísfirðinganna náði Helga Þórdís Björnsdóttir þegar hún varð í 3. sæti í svigi.

Nánar

Styrktaraðilar