Fréttir

Skíðamarkaður

3. janúar 2012

Skíðamarkaður
Laugardaginn 7. janúar mun Skíðafélag Ísfirðinga standa fyrir skíðamarkaði. Markaðurinn verður staðsettur í Hafnarstræti 8, þar sem Ametyst var áður til húsa. Þeir sem vilja koma með skíðabúnað á markaðinn komi á milli 10 og 11. En markaðurinn verður svo opinn á milli 11 og 16. Hvetjum fólk til að fara í gegnum geymslurnar og koma með á markaðinn. Vonumst eftir líflegum markaði þar sem fólk getur fundið skíðabúnað við hæfi.

Allir á skíði í vetur.

Nánar

Fyrsta alpamót vetrarins

2. janúar 2012

Fyrsta bikarmót SKÍ var haldið á milli hátíðanna á Akureyri. Fjórir keppendur kepptu fyrir SFÍ og náði Thelma Rut Jóhannsdóttir öðru sæti í svigi 15-16 ára og Snæbjörn Kári Stefánsson þriðja sæti. Keppt var í svigi báða keppnisdaganna. Nánari úrslit má sjá hér.

Nánar

Sólrún til starfa á ný

2. janúar 2012

Skíðafélagið mun enn ný njóta starfskrafta Sólrúnar Geirsdóttir í skíðaskálanum í Tungudal. Þar mun hún eins og undanfarin tvö ár halda utan um allan rekstur í skálanum. Líkt og áður er gert ráð fyrir aðstoð foreldra um helgar. Nánar um það síðar.

Nánar

Loksins

27. desember 2011

Loksins getum við hafið æfingar á skíðum. Nú er kominn nægur snjór en nokkur vinna eftir við troðslu. Í dag ætlum við að vera með æfingu fyrir 14 ára og yngri hefst hún kl. 16.30. Vonir standa til að hægt verði að opna allt svæðið á morgun. Fylgist með!

Nánar

Haustæfingar 9 - 12 ára

13. september 2011

Á miðvikudaginn 14. september verður fyrsta sameiginlega haustæfing 9-12 ára göngu- og alpakrakka. Æfingin hefst kl. 16.10 við íþróttahúsið við Torfnes. Æfingar verða framvegis á sama stað og tíma á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum Þjálfari verður Hólmfríður Vala Sigurgeirsdóttir. Sjáumst hress og kát.

Nánar

Styrktaraðilar