Vestfjarðarmóti í lengri FLÝTT TIL KL. 11:00
Góðan daginn,
Ákveðið hefur verið að FLÝTA göngunni á morgun þannig að start verður kl. 11:00
Skráning sem fyrr á staðnum og lýkur 10:30
Nánar
Góðan daginn,
Ákveðið hefur verið að FLÝTA göngunni á morgun þannig að start verður kl. 11:00
Skráning sem fyrr á staðnum og lýkur 10:30
Nánar
Hið árlega Vestfjarðamót í lengri vegalengd verður haldið upp á Seljalandsdal, laugardaginn 23.febrúar
Ræst verður af stað kl. 12:00 og er um hópstart að ræða.
Skráning á staðnum lýkur kl. 11:15
13-14 ára ganga 7 km.
15-16 ára ganga 10 km.
17+ konur ganga 20 km.
17+ karlar ganga 30 km.
Göngustjóri er Herra Einar Ágúst Yngvason, WL Goldmaster
Nánar
Í dag laugardag fór fram SFÍ mót í stórsvigi. Veðrið var ögn hryssingslegt en keppendur létu sér það í léttu rúmi liggja. Raunar tóku lika þátt í mótinu hressir og hraustir göngukrakkar og var því mikið fjör í brekkunum. Krakkarnir eru þessa helgina öll saman í útilegu í skíðaskálanum í Tungudal. Úrslit má sjá undir alpagreinar hér til vinstir. Benni Hermanns var í fjallinu og tók myndir.
NánarÞví miður þá hefur komið í ljós að úrslit úr SFÍ göngunni eru ekki rétt. Vegna tæknilegra bilunar þá getum við ekki birt neina tíma. Beðist er velvirðingar á þessu.
NánarThelma Rut Jóhannsdóttir hefur að undanförnu dvalið í Noregi við æfingar og keppni með landsliði SKÍ. Hópurinn fór utan 29. janúar síðastliðinn og var til að byrja með við æfingar í Kongsberg og Drammen við góðar aðstæður. Thelma hefur tekið þátt í fimm mótum og bætti punktastöðu sína í stórsvigi stórkostlega mikið. Svokallaðir FIS punktar eru mælikvarði á stöðu skíðamanns á heimslista alþjóða skíðasambandsins (FIS). Thelma náði nú í sínu besta móti, 57.34 punktum en hún er með 86.56 FIS punkta á núgildandi heimslista.
Nánar