Fréttir

SFÍ framlengir samning við Íslandsbanka

13. mars 2012

Á dögunum var undirritaður samningur milli Íslandsbanka og Skíðafélags Ísfirðinga um fjárstyrk. Íslandsbanki hefur verið einn stærsti styrktaraðili félagsins undanfarin ár og er það félaginu mikilvægt að svo verði áfram.

Nánar

Thelma kláraði báðar ferðir á Ítalíu

3. mars 2012

Í dag, laugardag, var seinni ferðin í stórsvigi kvenna á heimsmeistaramótinu í Roccaraso á Ítalíu. Aðeins tvær af íslensku stúlkunum fjórum luku keppni. Það voru þær Helga María Vilhjálmsdóttir sem lenti í 59. sæti og Thelma Rut Jóhannsdóttir sem varð í 63. sæti. Það er nokkuð góður árangur þar sem skráðir keppendur voru 111 frá 44 löndum. Allar stúlkurnar hafa nú lokið keppni nema Helga María sem á eftir að keppa í risasvigi og bruni.

Nánar

Fréttir af Thelmu á heimsmeistaramótinu

1. mars 2012

Tíðindamaður snjor.is náði tali af Thelmu Rut í kvöld. Hún keppir fyrri ferð stórsvigsins á morgun föstudag og seinni ferðina á laugardag. Hún hefur því miður verið slöpp en ætlar ekki að láta það aftra sér frá keppni. Aðstæður í Roccaraso eru ekki alveg upp á það besta, hlýindi og eftir því blautur snjór. En stelpurnar sem þarna eru njóta lífsins og nota tækifærið til að sóla sig í ítölsku vorsólinni.

Nánar

Styrktaraðilar