Fréttir

SFÍ mót í stórsvigi

14. mars 2014 Hjalti Karlsson

Á morgun, laugardag verður haldið SFÍ mót í stórsvigi í Tungudal. Lögð verður braut niður bakka 3 á Miðfellsvæðinu. Mótið er öllum opið en keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum:

 

8 ára og yngri (2005-2014)- 2 ferðir en ekki verður viðhöfð tímataka í þessum flokki

9-10 ára (2004-2003)

11-12 ára (2002-2001)

13-15 ára (2000-1998)

16 ára og eldri (1997-1900)

 

Gert er ráð fyrir að byrjað verði að keyra yngsta flokkinn niður báðar ferðir áður en farið verði í tímatöku hjá eldri hópum. Eins og kom fram að ofan er öllum heimil þáttaka, skráning fer fram við Miðfelsskúr kl: 11. Börn 8 ára og yngri þurfa ekki sérstaka skráningu, en þau eiga að mæta timanlega á hefðbundnum æfingartíma kl 11 og fá þá rásnúmer niðri við skíðaskála. Lögð verður braut við barnalyftuna fyrir þau sem alls ekki komast upp en við bendum foreldrum á að það er heimilt að skíða með yngstu börnunum niður brautina uppi ef vilji er til þess. Að loknu móti og frágangi fer fram verðlaunaafhending í skíðaskálanum og vonumst við til að það geti verið á bilinu 13:00-13:30. Allir þáttakendur fá verðlaun.

Nánar

Vestfjarðamótinu frestað

28. febrúar 2014 Heimir Hansson

Ákveðið hefur verið að fresta Vestfjarðamótinu í lengri vegalengdum, sem fram átti að fara á morgun, laugardag. Ný dagsetning verður tilkynnt strax og hún hefur verið ákveðin.

Nánar

Vestfjarðamót í lengri vegalengdum

27. febrúar 2014 Heimir Hansson

Skíðagöngufólk ætlar að halda Vestfjarðamót í lengri vegalengdum á laugardaginn kemur, ef veður leyfir. Gengið verður með hefðbundinni aðferð, keppni hefst kl. 12 og er skráning á staðnum. Eingöngu verður keppt í aldursflokkum 14 ára og eldri og verða vegalengdir sem hér segir:

 

14-15 ára drengir og stúlkur: 10 km

16-17 ára drengir og stúlkur: 20 km

18-34 ára konur: 20 km

18-34 ára karlar: 30 km

35-49 ára konur: 20 km

35-49 ára karlar: 30 km

50+ konur: 20 km

50+ karlar: 30 km

Nánar

Snjóbrettaæfingar að hefjast

24. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Skíðafélag Ísfirðinga hefur ákveðið að fara atur af stað með æfingar á snjóbrettum og fyrsta æfinginn áætluð í dag kl. 17:00. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir alla aldurshópa og er ætluninn fyrst um sinn að að sjá hver áhuginn er og hvernig skipta þarf hópum upp eftir getu einstaklinga. Skíðafélagið hefur fengið til liðs við sig vant brettafólk sem mun sjá um æfingarnar en í framhaldinu er svo stefnt að endurvakningu brettanefndar félagsins sem hefur legið í dvala í nokkur ár.

Nánar

Púkamóti Íslandsbanka enn frestað

21. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Enn og aftur eru veðurguðirnir ekki með okkur skíðamönnum í liði. Spá helgarinnar er afleit og því hefur verið ákveðið að fresta Púkamóti Íslandsbanka um óákveðin tíma. Með von um bjartari tíð og hægari vind stefnum við að því að halda mótið við fyrsta hentuga tækifæri, þ.e. þegar veðurútlit er betra og önnur verkefni bæði alpa- og göngumanna trufla ekki.

Nánar

Styrktaraðilar