Fréttir

Sjoppuvaktir

21. janúar 2014

Þá eru það helgarvaktirnar í sjoppuni. Sólrún ætlar að taka það að sér að skrá inn á sjoppuvaktir. Fyrstur kemur fyrstur fær. Hún telur að það sé best að hafa viðveru frá 11- 15 vegna þess að annars er erfitt að setja fólk inn í starfið. Verið nú endilega dugleg að skrá ykkur því annars fáið þið upphringingu frá mér (Jóhanna) eða verðið sett á einhvern dag.


Síminn hjá Sólrúnu er 861-5260 og netfangið er solrun@snerpa.is .

 

Þið þurfið ekki að mikla þetta fyrir ykkur. Þetta er ekki leiðinlegt og þegar allt kemur til alls er einn dagur ekkert mál.

Kv Jóhanna

Nánar

Foreldrafundur

20. janúar 2014 Hjalti Karlsson

Foreldrafundur verður haldin mánudagskvöld 20. janúar kl. 20.00 í skíðaskálanum í Tungudal. Á dagskrá eru mál er varða störf Andrésarnefndar. Einnig verða tæpt á rekstri sjoppu í skíðaskála og síðast en ekki síst væntanlega sameiginlega gistihelgi 9-12 ára alpa- og göngukrakka í skíðaskálanum.

Nánar

Alþjóðlegi snjódagurinn

18. janúar 2014 Hjalti Karlsson

Á morgun sunnudaginn 19. janúar er alþjóðlegi snjódagurinn svokallaði. Dagurinn er haldinn að undirlagi alþjóða skíðasambandsins, FIS og er haldinn hátíðlegur um allan heim. Skíðasvæði Ísfirðinga tekur myndarlega þátt og hefur undirbúið allar brekkur vandlega, sett upp brettabraut og bíður upp á smá veitingar einnig. Í Tungudal verður síðan opnuð s.k. Latabæjarbraut fyrir yngstu kynslóðina. Allir á skíði á morgun!

Nánar

Bikarmót í göngu - úrslit

18. janúar 2014

Bikarmót í göngu er nú í fullum gangi á Seljalandsdal og er keppni lokið á laugardegi þegar þetta er ritað. Keppni hefur gengið afar vel báða dagana og glæsileg tilþrif verið sýnd.

Úrslit þessara tveggja daga er hægt að nálgast hér.

Á morgun, sunnudag, verður keppni svo lokið með keppni í frjálsri aðferð þar sem gengnir eru 3,3 km. (aldursflokkar 12-13 ára), 3,75 km. (14-15 ára), 5 km. (16-17 ára), 7,5 km. (konur 18+) og 10 km. (karlar 18+).

Nánar

Fjarnám í þjálffræði

16. janúar 2014 Hjalti Karlsson

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst í febrúar.  Boðið verður upp á nám á 1. 2. og 3. stigi ÍSÍ sem er alm. hluti þekkingar íþróttaþjálfara og gildir fyrir allar íþróttagreinar. Vakin skal sérstök athygli á því að í fyrsta sinn er nú nám á 3. stigi í boði sem er sjálfstætt framhald náms á 1. og 2. stigi.  3. stig ÍSÍ er síðasta stigið á framhaldsskólastigi.  Alls fimm kennarar koma að kennslunni á þessu stigi með sérþekkingu á því efni sem þeir kenna s.s. í íþróttasálfræði, íþróttameiðslum, íþróttastjórnun o.fl.  Áhersla og kröfur samfélagsins til menntunar í þessum fræðum hafa síður en svo dvínað og því afar mikilvægt að íþróttahreyfingin svari kalli og hafi menntaða íþróttaþjálfara innan sinna raða.

 

Frekari uppl. á isi.is og hjá Viðari Sigurjónssyni á vidar@isi.is og/eða í síma 460-1467.

Nánar

Styrktaraðilar