Fréttir

þjálfarar alpagreina veturinn 2012

3. janúar 2012

Loks hefur SFÍ mannað allar stöður þjálfara í vetur. Jóhann Bæring Gunnarsson mun þjálfa 13 ára og eldri og Gauti Geirsson 10-12 ára. Yngstu krakkarnir verða síðan í höndum Kristjáns Flosasonar og Ebbu Guðmundsdóttur. SFÍ bíður þetta einvalalið velkomið til starfa.

Nánar

Skíðamarkaður

3. janúar 2012

Skíðamarkaður
Laugardaginn 7. janúar mun Skíðafélag Ísfirðinga standa fyrir skíðamarkaði. Markaðurinn verður staðsettur í Hafnarstræti 8, þar sem Ametyst var áður til húsa. Þeir sem vilja koma með skíðabúnað á markaðinn komi á milli 10 og 11. En markaðurinn verður svo opinn á milli 11 og 16. Hvetjum fólk til að fara í gegnum geymslurnar og koma með á markaðinn. Vonumst eftir líflegum markaði þar sem fólk getur fundið skíðabúnað við hæfi.

Allir á skíði í vetur.

Nánar

Fyrsta alpamót vetrarins

2. janúar 2012

Fyrsta bikarmót SKÍ var haldið á milli hátíðanna á Akureyri. Fjórir keppendur kepptu fyrir SFÍ og náði Thelma Rut Jóhannsdóttir öðru sæti í svigi 15-16 ára og Snæbjörn Kári Stefánsson þriðja sæti. Keppt var í svigi báða keppnisdaganna. Nánari úrslit má sjá hér.

Nánar

Sólrún til starfa á ný

2. janúar 2012

Skíðafélagið mun enn ný njóta starfskrafta Sólrúnar Geirsdóttir í skíðaskálanum í Tungudal. Þar mun hún eins og undanfarin tvö ár halda utan um allan rekstur í skálanum. Líkt og áður er gert ráð fyrir aðstoð foreldra um helgar. Nánar um það síðar.

Nánar

Loksins

27. desember 2011

Loksins getum við hafið æfingar á skíðum. Nú er kominn nægur snjór en nokkur vinna eftir við troðslu. Í dag ætlum við að vera með æfingu fyrir 14 ára og yngri hefst hún kl. 16.30. Vonir standa til að hægt verði að opna allt svæðið á morgun. Fylgist með!

Nánar

Styrktaraðilar