Fréttir

Fjölmenni í Tungudal á alþjóðlega snjódeginum

22. janúar 2012

Í dag, sunnudaginn 22. janúar, var alþjóðlegi snjódagurinn (World Snow Day) haldinn hátíðlegur um víða veröld. Fjölmargir renndu sér á skíðum í Tungudal í dag og á eftir var öllum boðið upp á heitt kakó og lukkumiða með möguleika á að vinna veglega vinninga. Flestir gestirnir voru á aldrinum 6-9 ára, þátttakendur í íþróttaskóla HSV þar sem boðið er upp á grunnþjálfun í hinum ýmsu íþróttagreinum, m.a. á svigskíðum og gönguskíðum. Á vegum íþróttaskólans hafa yfir 60 krakkar á þessum aldri sótt skíðaæfingar það sem af er vetri og enn fer þeim fjölgandi. Meðfylgjandi mynd var tekin í Tungudal í dag af þessu unga skíðafólki.

Nánar

Bikarmót 13 - 14 ára á Akureyri

22. janúar 2012

Helgina 21.-22. janúar fór fram bikarmót í alpagreinum 13-14 ára á Akureyri. SFÍ átti þar fjóra keppendur. Bestum árangri náðu Helga Þórdís Björnsdóttir sem var í 4. sæti 13 ára stúlkna bæði í svigi og stórsvigi og Friðrik Þórir Hjaltason sem var í 4. sæti í svigi og 5. sæti í stórsvigi 13 ára drengja.

Nánar

SFÍ gangan 2012

21. janúar 2012

Í dag fór fram á Seljalandsdal Skíðafelagsgangan 2012. Úrslit liggja fyrir og má sjá hér. Aðstæður voru nokkuð góðar þó örlítið hafi skafið í sporið. Hiti var um -1°c Færi agætt.

Nánar

Thelma í 1. sæti á Dalvík

15. janúar 2012

Í dag var aftur keppt í stórsvigi á Dalvík. Thelma Rut Jóhannsdóttir sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna. Þess má geta að hún var fjórða af öllum keppendum í kvennaflokki. Aðrir sem kepptu fyrir SFÍ luku ekki keppni.

Nánar

Styrktaraðilar