Fréttir

Höldur ehf - Bílaleiga Akureyrar og Skíðafélag Ísfirðinga gera samstarfssamning

30. janúar 2024 SFI

Höldur ehf - Bílaleiga Akureyrar og Skíðafélag Ísfirðinga SFÍ hafa undirritað samstarfssamning til næstu tveggja ára. Samningurinn mun m.a skila sér í lægri ferðakostnaði iðkenda í keppnisferðir en ferðakostnaður er einn stæðsti kostnaðarliðurinn þegar kemur að þvi að æfa skíði. Við erum mjög þakklát Bílaleigu Akureyrar fyrir stuðninginn og að fyrirtækið sjái hag sinn í að styðja við starfsemi SFÍ en fyrirtækið hefur lagt metnað sinn í að styðja við íþróttahreyfinguna í gegnum tíðina.

Við að sjálfsögðu hvetjum okkar félagsmenn að skipta við Bílaleigu Akureyrar þegar kemur að því að leigja bílaleigubíl!

Nánar

Aðalfundur hjá styrktarsjóðnum Framför.

27. september 2023 SFI

 

Styrktarsjóðurinn Framför heldur aðalfund félagsins þriðjudaginn 3.október kl. 20:00 á Zoom.  Fyrir liggja nokkrar breytingar á skipulagsskrá félagsins og kosning nýrrar stjórnar. Hér neðar í þessari frétt er að finna skipulagsskrá sjóðsins, ársreikninga undanfarinna ára og þær tillögur sem lagðar hafa verið fram til breytinga á skipulagsskrá sjóðsins.

Allir eru velkomnir á fundinn og hvetur stjórn SFÍ velunnara félagsins að taka þátt í fundinum.

Fundurinn er haldinn þann 3.október kl.20:00 á zoom (hlekkur hér fyrir neðan).

Við viljum bjóða þeim sem vilja mæta á fundinn og eru á Ísafirði að hittast í fundarsal Háafells á þriðju hæð í Neista og sitja fundinn þar. 

 
 

Hér má finna skipulagsskrá, ársreikninga og þær breytingatillögur sem lagðar verða fyrir fundinn. 

Skipulagsskrá: Hér

Ársreikningar: Hér

Breytingatillögur: Hér

 

Um sjóðinn:

Styrktarsjóðurinn Framför var stofnaður árið 2008 af velunnurum SFÍ og er markmið sjóðsins að styrkja afreksfólk á skíðum með fjárframlögum, svo það hafi möguleika á að ná sem lengst í sinni íþrótt. Samkvæmt samþykktum sjóðsins getur allt skíðafólk sem keppt hefur fyrir hönd Skíðafélags Ísafirðinga í a.m.k. eitt ár getur sótt um styrk úr sjóðnum.

 

Meeting ID: 827 3223 1497
Passcode: 360655
Nánar

Ný stjórn strax tekin til starfa

30. maí 2023 SFI

Eins og fram hefur komið var kosin ný stjórn SFÍ á dögunum. Stjórnin saman stendur af fólki með mikla reynslu úr íþróttahreyfingunni í blandi við nýliðun. Þegar kom að því að mynda stjórn var ánægjulegt að sjá hversu margir voru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum við efla þetta rótgróna félag sem verður 90 ára á næsta ári. Til marks um það eru aðilar í stjórn sem eiga ekki börn í skíðafélaginu og aðilar sem eru einungis með börn í HSV íþróttaskólanum. Allt eru þetta aðilar sem er annt um félagið og vilja byggja upp skíðaíþróttina.

Markmið nýrrar stjórnar er að reisa við fjárhaginn og efla allt faglegt starf innan félagsins. Þá er það eitt helsta markmið okkar að byggja upp öfluga liðsheild meðal allra barna sem æfa skíði og foreldra þeirra því það á að vera gaman að æfa skíði og það á að vera gaman að eiga barn sem æfir skíði.

Til að reka svona íþróttafélag erum við háð styrkjum frá fyrirtækjum og Ísafjarðarbæ,  við erum fjáröflunum og síðast en ekki síst erum við háð vinnuframlagi foreldra og aðstandenda. Sérstök styrkjanefnd er að störfum og vinnur hörðum höndum að því að afla styrkja til að tryggja rekstrargrundvöll félagsins. Jafnframt er sérstök fjáröflunarnefnd sem heldur utan um allar fjáraflanir félagsins.

Okkur hlakkar mikið til að starfa með ykkur að uppbyggingunni og vonumst til að sem flestir stökkvi á uppbyggingarvagninn með okkur.

Hafir þú e-ar ábendingar um hvað þarf að bæta, hvaða fjáraflanir væri áhugavert að fara í og ef þú hefur áhuga á að styrkja félagið eða bara hvað sem er þá endilega sendu okkur póst á snjor@snjor.is

 

Stjórn SFÍ

 

Nánar

Fundargerð aðalfundar 2023

26. maí 2023 SFI

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Skíðafélags Ísfirðinga sem haldinn var 16. maí síðastliðinn. Einnig var kosið í alpa-, bretta- og göngunefnd félagsins. 

Á aðalfundinum kynnti fráfarandi stjórn ársreikning og ársskýrslu félagsins fyrir árið 2022 en þau gögn má finna hér ásamt fundargerð. 

 

Nýja stjórn skipa:

Ásgerður Þorleifsdóttir   

Gjaldkeri 

Elena Dís Víðisdóttir 

Formaður

Jóhanna Fylkisdóttir 

Meðstjórnandi 

Jóna Dagbjört Pétursdóttir

Meðstjórnandi 

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir 

Meðstjórnandi 

Ingibjörg Heba Halldórsdóttir 

Varamaður

 Vignir Örn Pálsson

Varamaður

 

Göngunefnd:

Árni Freyr Elíasson 

Meðstjórnandi 

Kristinn Ísak Arnarson

Formaður

Jóhanna Fylkisdóttir 

Meðstjórnandi 

 

Alpanefnd

Ásta María Sverrisdóttir

Meðstjórnandi 

Hrefna María Jónsdóttir

Formaður

Jóna Dagbjört Pétursdóttir

Meðstjórnandi 
Regína Sif Rúnarsdóttir 

Meðstjórnandi 


Brettanefnd  

Hrefna María Jónsdóttir 

Meðstjórnandi 

Ingibjörg Heba Halldórsdóttir

Formaður

Nánar

Snorri Einarsson nýr yfirþjálfari skíðagöngu

3. maí 2023 SFI

Okkur er ánægja að segja frá því að Skíðafélag Ísfirðinga hefur ráðið Snorra Einarsson sem yfirþjálfara skíðagöngu.
Snorri sem er fremsti skíðagöngumaður á Íslandi og hefur átt farsælann feril og keppt bæði undir flaggi Noregs og Íslands en á seinasta keppnistímabili náði hann besta árangri íslendings í sögunni á heimsbikarmóti í skíðagöngu. Snorri hefur átt heima og æft á Ísafirði síðustu ár og þekkir því iðkendurna og starf SFÍ vel. 

Hér má sjá Snorra ásamt flottum hóp 12 ára og eldri skíðagöngukrakka SFÍ.

Spennandi tímar framundan og við bjóðum Snorra velkominn í hópinn! 

Nánar

Styrktaraðilar