Fréttir

Bærinn að verða jólalegur

22. desember 2016 Daniel Jakobsson

Skíðamenn geta vonandi brátt tekið gleði sína. Reyndar hafa göngukrakkarnir verið á skíðum s.l. daga en vonandi kemur aðeins meiri snjór svo hægt sé að opna lyfturnar sem fyrst.

Nánar

Lokahóf SFÍ

4. maí 2016 Heimir Hansson

Við minnum á að lokahóf SFÍ fer fram í grunnskólanum á Ísafirði miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Iðkendur og foreldrar eru hvattir til að mæta.

Nánar

SFÍ göngunni seinkað um sólarhring

9. febrúar 2016 Heimir Hansson

SFÍ göngunni, sem fram átti að fara í kvöld, hefur verið seinkað til kl. 18 á morgun.  Það er hátt í 7 stiga frost á Dalnum í dag, nokkur gustur og slær upp í 20 metra í hviðum.  Þessu fylgir auðvitað skafrenningur og lítið skemmtilegar aðstæður til að keppa í. Spáin fyrir miðvikudaginn er hins vegar mjög fín og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og vera með.  Og munið endilega eftir kökunum!

Nánar

SFÍ göngunni frestað

3. febrúar 2016 Heimir Hansson

Ákveðið hefur verið að fresta SFÍ göngunni, sem fram átti að fara nú í kvöld. Það er hvasst og skafrenningur á Seljalandsdal og gera spár ráð fyrir að enn muni bæta í vind þegar líður að kvöldi.  Stefnt er að því að halda mótið næstkomandi þriðjudag, 9. febrúar kl. 18:00. Þau sem búin voru að baka geta því stungið kökunum í frysti yfir helgina!!

Nánar

Styrktaraðilar