Fréttir

Skíðamaður ársins 2013

9. janúar 2014

Guðmundur Sigurvin Bjarnason fæddur 1997 er skíðamaður ársins hjá SFÍ

Guðmundur Sigurvin Bjarnason var afar sigursæll á nýliðnu ári. Auk fjölmargra sigra á heimamótum tók hann þátt í 8 göngum á bikarmótum Skíðasambands Íslands og hlaut í þeim alls fern  gullverðlaun og fern silfurverðlaun. Guðmundur varð bikarmeistari Skíðasambands Íslands í sínum aldursflokki, auk þess að verða fjórfaldur Íslandsmeistari 15-16 ára unglinga. Hann toppaði svo frábæran vetur með því að verða fyrstur allra keppenda í mark í 20 km göngu Fossavatnsgöngunnar. Hann hefur stundað gönguskíðin frá 1.bekk grunnskóla

Guðmundur er mikill fyrirmyndarunglingur. Hann er reglusamur og stundar æfingar af áhuga og samviskusemi.  Auk skíðagöngunnar tekur hann virkan þátt í starfi Björgunarfélags Ísafjarðar þannig að óhætt er að segja að hann sé öðrum, bæði yngri og eldri, frábær fyrirmynd.

Nánar

Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar 12.janúar 2014

9. janúar 2014

 

Fundarboð


Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar verður haldinn á Hótel Ísafirði kl.17:00 sunnudaginn 12.janúar 2014.

 

Dagskrá:

1.       Skýrsla stjórnar

2.       Kosningar

3.       Önnur mál

 

Stjórnin

 

Nánar

Boðganga SFÍ frestast

8. janúar 2014

Ákveðið hefur verið að fresta boðgöngu SFÍ sem átti að vera í dag til 14.janúar kl. 18:00

Nánar

Æfingar alpagreina Íþróttaskóla HSV að hefjast

7. janúar 2014 Hjalti Karlsson

Á morgun miðvikudag 7. janúar kl 17.00 hefjast loks æfingar alpagreina í Íþróttaskóla HSV. Allir krakkar í 1.- 4. velkomnir ásamt fimm ára börnum í fylgd með foreldrum. Elín Martha Eiríksdóttir hefur umsjón með æfingum, ásamt Hafrúnu Jakobsdóttur og Regínu Sif Rúnarsdóttur.

Nánar

Loksins, loksins

7. janúar 2014 Hjalti Karlsson

Nú ættu skíðamenn að geta tekið gleði sína á nýju ári. Hryssinglegu veðri undanfarinna tveggja vikna er að slota og mikill snjór kominn á Seljalands- og Tungudal. Ljóst er að mikil vinna liggur í troðslu eftir svo mikla ofankomu og því viðbúið að nokkurn tíma taki að koma svæðunum í topp stand. Stefnir jafnvel í að svæðin verði opnuð á morgun miðvikudag með einhverjum takmörkunum þó.

Nánar

Styrktaraðilar