Fréttir

Mótatafla alpagreina 2014

30. desember 2013 Hjalti Karlsson

Mótatafla alpagreina 2014 hefur litið dagsins ljós. Hún er að sjálfsögðu birt með fyrirvara um að aðstæður, veður og snjóalög verði heppileg á mótsdögum. Reynt verður að boða breytingar eins fljótt og auðið er.

Nánar

Æfingar alpagreina að komast á fullt

30. desember 2013 Hjalti Karlsson

Nú er vetrarstarf alpagreina að komast á fullan skrið og nægur snjór kominn á skíðasvæðið. Skíðafélagið hefur á að skipa frábærum þjálfurum í öllum flokkum. Snorri Guðbjörnsson þjálfar 12 ára og eldri og Ebba Kristín Guðmundsdóttir 9-11 ára. Elín Martha Eiríksdóttir hefur umsjón með íþróttaskóla HSV, ásamt Hafrúnu Jakobsdóttur og Regínu Sif Rúnarsdóttur. Íþróttaskóli HSV fyrir krakka í 1.-4. bekk hefjast á miðvikudaginn 8. janúar. Fimm ára krakkar eru einnig velkomnir í fylgd með foreldrum.

 

Krakkar sem eru komin upp úr íþróttaskólanum, þ.e. í fimmta bekk, æfa nú með 9-11 ára hópnum. Æfingatöflu má sjá hér.

Nánar

Skíðamarkaður

11. desember 2013

Hinn árlegi skíðamarkaður Skíðafélags Ísfirðinga verður haldinn að Aðalstræti 20 (þar sem Særaf var) laugardaginn 14. desember frá klukkan 11:30 – 15:00. Markaðurinn verður þennan eina dag og því biðjum við fólk um að láta þetta fréttast.

 

Þeir sem ætla að selja dót á markaðinum eru beðnir um að koma með dótið klukkan 11:00.

Nánar

Lokahóf

30. maí 2013

Lokahóf SFÍ verður haldið í Tungudal, við skíðaskálann þann 4. júní. Mæting er klukkan 18:15.

 

Grillaðar verða pylsur og farið í leiki.

 

Stjórnin

Nánar

Styrktaraðilar