Fréttir

Boðganga SFÍ frestast

8. janúar 2014

Ákveðið hefur verið að fresta boðgöngu SFÍ sem átti að vera í dag til 14.janúar kl. 18:00

Nánar

Æfingar alpagreina Íþróttaskóla HSV að hefjast

7. janúar 2014 Hjalti Karlsson

Á morgun miðvikudag 7. janúar kl 17.00 hefjast loks æfingar alpagreina í Íþróttaskóla HSV. Allir krakkar í 1.- 4. velkomnir ásamt fimm ára börnum í fylgd með foreldrum. Elín Martha Eiríksdóttir hefur umsjón með æfingum, ásamt Hafrúnu Jakobsdóttur og Regínu Sif Rúnarsdóttur.

Nánar

Loksins, loksins

7. janúar 2014 Hjalti Karlsson

Nú ættu skíðamenn að geta tekið gleði sína á nýju ári. Hryssinglegu veðri undanfarinna tveggja vikna er að slota og mikill snjór kominn á Seljalands- og Tungudal. Ljóst er að mikil vinna liggur í troðslu eftir svo mikla ofankomu og því viðbúið að nokkurn tíma taki að koma svæðunum í topp stand. Stefnir jafnvel í að svæðin verði opnuð á morgun miðvikudag með einhverjum takmörkunum þó.

Nánar

Mótatafla alpagreina 2014

30. desember 2013 Hjalti Karlsson

Mótatafla alpagreina 2014 hefur litið dagsins ljós. Hún er að sjálfsögðu birt með fyrirvara um að aðstæður, veður og snjóalög verði heppileg á mótsdögum. Reynt verður að boða breytingar eins fljótt og auðið er.

Nánar

Æfingar alpagreina að komast á fullt

30. desember 2013 Hjalti Karlsson

Nú er vetrarstarf alpagreina að komast á fullan skrið og nægur snjór kominn á skíðasvæðið. Skíðafélagið hefur á að skipa frábærum þjálfurum í öllum flokkum. Snorri Guðbjörnsson þjálfar 12 ára og eldri og Ebba Kristín Guðmundsdóttir 9-11 ára. Elín Martha Eiríksdóttir hefur umsjón með íþróttaskóla HSV, ásamt Hafrúnu Jakobsdóttur og Regínu Sif Rúnarsdóttur. Íþróttaskóli HSV fyrir krakka í 1.-4. bekk hefjast á miðvikudaginn 8. janúar. Fimm ára krakkar eru einnig velkomnir í fylgd með foreldrum.

 

Krakkar sem eru komin upp úr íþróttaskólanum, þ.e. í fimmta bekk, æfa nú með 9-11 ára hópnum. Æfingatöflu má sjá hér.

Nánar

Styrktaraðilar