Fréttir

SMÍ 2013: Keppni lokið

7. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Þá er keppni lokið á Skíðamóti Íslands 2013 með keppni í samhliðasvigi og boðgöngu.  Keppni í báðum greinum reyndist æsispennandi og munaði oft litlu aðeins sekúndubrotum manna á milli. Aðstæður á Dölunum tveimur voru eins og þær gerast bestar, glampandi sól og heiðskýrt og stafalogn. Það má því óhikað segja að Ísafjörður kveðji keppendur með því að skarta sínu fegursta.

Keppni í samhliðasvigi karla fór svo:
1. Magnús Finnsson, Skíðafélag Akureyrar
2. Einar Kristinn Kristgeirsson, Skíðafélag Akureyrar
3. Arnar Geir Ísaksson, Skíðafélag Akureyrar
Í samhliðasvigi kvenna urðu úrslit eftirfarandi:
1. Helga María Vilhjálmsdóttir, Skíðaráð Reykjavíkur
2. María Guðmundsdóttir, Skíðafélag Akureyrar
3. Freydís Halla Einarsdóttir, Skíðaráð Reykjavíkur
Í boðgöngunni voru Ísfirðingar sigursælir en í boðgöngu kvenna (3x3,75km) urðu úrslit eftirfarandi:
1. SFÍ A - Stella Hjaltadóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, 00:35:50
2. SFÍ B - Silja Rán Guðmundsdóttir, Katrín Árnadóttir og Elena Dís Víðisdóttir, 00:35:51
3. SFÍ C - Jóhanna Oddsdóttir, Arna Kristbjörnsdóttir og Sólveig María Aspelund, 00:42:04
Í boðgöngu karla (3x7,5km) voru það fulltrúar Skíðafélags Akureyrar sem komu sterkir inn:
1. SKA A - Brynjar Leó Kristinsson, Gísli Einar Árnason og Vadim Gusex; 00:59:52
2. SKA B - Ragnar G. Sigurgeirsson, Sindri Freyr Kristinsson og Ólafur Björnsson, 01:04:37
3. SFÍ A - Þröstur Jóhannesson, Kristbjörn R. Sigurjónsson og Daníel Jakobsson, 01:05:21
 
Skíðafélag Ísfirðinga þakkar öllum þem sem komu að undirbúningi og þátttöku í mótinu og hvetur alla til að nýta sér góða veðrið og skella sér á skíði.
Nánar

SMÍ 2013: Allir tímir komnir á síðuna

6. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Þá eru flokkaskiptir tímar úr keppni í sprettgöngu frá miðvikudegi og aldursskiptum flokkum í bæði alpagreinum og gönguskíðum frá fimmmtudegi og föstudegi. Tímana má finna með því að smella á SMÍ 2013 í valmyndinni hér til hliðar og velja þar úrslit viðkomandi daga.

 

Á morgun verður keppt í samhliða svigi karla og kvenna og í böðgöngu karla og kvenna. Keppni hefst í samhliða svigi klukkan 10, en í boðgöngunni klukkan 11.  Sem fyrr eru allir velkomnir að koma og fylgjast með og hvetja keppendur áfram.

Nánar

SMÍ 2013: Restin af úrslitum dagsins

6. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Þá er keppni lokið á Skíðamóti Íslands í dag. Keppt var á gönguskíðum með hefðbundinni aðferð og í stórsvigi. Var vel látið af aðstæðum í dag, utan að menn voru sammála um að töluvert kaldara var í fjallinu heldur en hefur verið síðustu daga. 

 

Hér má sjá úrslit í 10 km göngu karla 20 ára og eldri með hefðbundinni aðferð. Keppnin var æsispennandi og munaði rétt tæpri mínútu á fyrstu mönnum. 

 

Keppnin fór svo:

1. Sævar Birgisson, 00:31:50 - Skíðafélag Ólafsfjarðar

2. Brynjar Leó Kristinsson, 00:32:47 - Skíðafélag Akureyrar
3. Vadim Gusev, 00:33:56 - Skíðafélag Akureyrar 

 

Frekari úrslit í göngukeppni Skíðamóts Íslands má svo nálgast inn á www.timataka.net sem er ný lifandi tímatökusíða sem hefur verið í smíðum fyrir Fossavatnsgönguna og verður hægt að fyltjast með keppni í þeirri göngu á þessari sömu síðu þann 4. maí næstkomandi.

 

Úrslit ligga einnig fyrir í göngutvíkeppninni en þar voru úrslitin eftirfarandi:

Göngutvíkeppni, frjáls aðferð + hefðbundin aðferð

Piltar 17-19 ára

1. Ragnar H. Sigurgeirsson, Skíðafélag Akureyrar

2. Hákon Jónsson, Skíðafélag Ísfirðinga

3. Sindri Freyr Kristjánsson, Skíðafélag Akureyrar

 

Konur 17 ára og eldri

1. Stella Hjaltadóttir, Skíðafélag Ísfirðinga

2. Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, Skíðafélag Ísfirðinga

3. Jónína Kristjánsdóttir, Skíðafélag Ólafsfjarðar

 

Karlar 20 ára og eldri

1. Brynjar Leó Kristinsson, Skíðafélag Akureyrar

2. Sævar Birgisson, Skíðafélag Ólafsfjarðar

3. Kristbjörn R. Sigurjónsson, Skíðafélag Ísfirðinga

 

Úrstlit liggja einnig fyrir í stórsvigskeppni dagsins.

Stórsvig kvenna

1. María Guðmundsdóttir, 2:41.76, SKA

2. Freydís Halla Einarsdóttir, 2:41.88, Skíðaráð Reykjavíkur

3. Helga María Vilhjálmsdóttir, 2:41.98, Skíðaráð Reykjavíkur

 

1. Einar Kristinn Kristgeirsson, 2.35.38, 

2. Sturla Snær Snorrason, SR, 2.37.77

3. Sigurgeir Halldórsson, SKA, 2.38.55
Í dag mun svo fara fram verðlaunaafhending í þeim keppnisgreinum sem lokið er í Edinborgarhúsinu kl. 17.00.
Nánar

SMÍ 2013: Fyrstu úrslit dagsins

6. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
þá liggja fyrir úrslit úr fyrri ferðinni hjá konum og körlum í stórsvigi. Keppni hefur gengið vel og munaði sekúndubrotum á milli keppenda. Mikil ánægja er með brautina sem þykir bæði krefjandi og skemmtileg, enda koma keppendur í mark niðri við skíðaskálann þar sem þau fá mikla hvatningu síðustu metrana.
Úrslitin eftir fyrri ferð eru eftirfarandi:
Stórsvig kvenna
1. Freydís Halla Einarsdóttir 1:22.59 – Skíðaráð Reykjavíkur
2. María Guðmundsdóttir 1:23.23 - Skíðafélag Akureyrar
3. Helga María Vilhjálmsdóttir 1:23.64 – Skíðaráð Reykjarvík

 

Stórsvig karla

1. Einar Kristinn Kristinsson 1:21.62 - Skíðafélag Akureyrar
2. Sturla Snær Snorrason 1:21.99 – Skíðaráð Reykjavíkur
3. Jakob Helgi Bjarnason 1:22.00 - Skíðafélag Dalvíkur

 

Þá er keppni í 10 km hefðbundinni göngu pilta 17-19 ára lokið. 

Þar fóru leikar svo:

1. Ragnar G. Sigurgeirsson, 00:40:47 - Skíðafélag Akureyrar
2. Guðmundur S. Bjarnason, 00:41:39 - Skíðafélag Ísfirðinga
3. Sindri Freyr Kristinsson, 00:42:13 - Skíðafélag Akureyrar

 

Þá var rétt í þessu að ljúka keppni í 5 km hefðbundinni göngu kvenna 17 ára og eldri sem fulltrúar Skíðafélags Ísfirðinga sigruðu með glæsibrag en alls tóku níu konur þátt í keppninni. Þar voru úrslitin þessi:

1. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 00:20:51 - Skíðafélag Ísfirðinga
2. Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, 00:21:10 - Skíðafélag Ísfirðinga 
3. Katrín Árnadóttir, 00:21:15 - Skíðafélag Ísfirðinga

 

Þá er aðeins eftir seinni ferðin í stórsviginu sem er að hefjast rétt í þessum rituðu orðum, sem og 10 km ganga karla 20 ára og eldri með hefðbundinni aðferð. 

 

Myndir frá keppni dagsins og endanleg úrslit í stórsvigi og 10 km göngu karla verða birt hér á vefnum fljótlega eftir hádegi.

Nánar

SMÍ2013: Annar keppnisdagur að hefjast

6. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Nú rétt í þessum skrifuðu orðum er keppnisdagur tvö á Skíðamóti Íslands að hefjast með keppni karla og kvenna í stórsvigi. Stórsvigsbraut dagsins liggur frá toppi Sandfells og alla leið niður að skíðaskálanum og því lítið mál fyrir áhorfendur að fylgjast með keppninni í dag. 


Þá er sömuleiðis að hefjast keppni á gönguskíðum en í dag verður keppt í 10 km göngu pilta 17-19 ára, 5 km göngu kvenna 17 ára og eldri og 10 km göngu karla 20 ára eldri. Keppt verður í göngum dagsins með hefðbundinni aðferð. 
Úrslit dagsins ættu að liggja fyrir um hádegi og verða þau send út eftir því sem þau berast.
Þessar glæsilegu myndir sem hér fylgja með voru teknar af Hólmfríði Völu Svavarsdóttur í göngukeppni gærdagsins.

Nánar

Styrktaraðilar