Fréttir

Skíðamarkaður

11. desember 2013

Hinn árlegi skíðamarkaður Skíðafélags Ísfirðinga verður haldinn að Aðalstræti 20 (þar sem Særaf var) laugardaginn 14. desember frá klukkan 11:30 – 15:00. Markaðurinn verður þennan eina dag og því biðjum við fólk um að láta þetta fréttast.

 

Þeir sem ætla að selja dót á markaðinum eru beðnir um að koma með dótið klukkan 11:00.

Nánar

Lokahóf

30. maí 2013

Lokahóf SFÍ verður haldið í Tungudal, við skíðaskálann þann 4. júní. Mæting er klukkan 18:15.

 

Grillaðar verða pylsur og farið í leiki.

 

Stjórnin

Nánar

Aðalfundur SFÍ

30. maí 2013

Aðalfundur SFÍ verður haldinn klukkan 20:00 þann 3. júní nk. Fundarstaður er skíðaskálinn í Tungudal.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Skýrslur nefnda

3. Rekstur félagsins

4. Kosning stjórnar

5. önnur mál.

 

Hvetjum alla til að mæta.

Nánar

Aðalfundur

6. maí 2013

Aðalfundur Skíðafélags Ísfirðinga er fyrirhugaður þann 3. júní nk. Vinsamlegast takið seinnipartinn frá.

Frekari upplýsingar um dagskrá og fundarstað verða kynnt fljótlega.

 

Jafnframt mun lokahóf félagsins verða tilkynnt um leið og hagstæð veðurspá fyrir útiveru verður sýnileg.

 

 

Nánar

Styrktaraðilar